Monday, November 23, 2009

Hvernig er lífið eftir ragnarök?

Ragnarökum er lýst í Völuspá og Snorra Eddu. Þau eru einnig nefnd ragnarökkur og eru eins konar heimsendir. Í Völuspá segir meðal annars að sól og tungl verði gleypt af úlfum, stjörnur hverfi af himninum, jörð mun skjálfa og allt ferst í eldi, bæði heimur goða og manna.

Í svari Gísla Sigurðssonar við spurningunni Hvað eru ragnarök? Hvernig verða þau og af hverju? segir þetta:
Að nokkrum hluta má líta á þær sögur af guðum og mönnum sem sagðar eru í kvæðunum í Konungsbók sem útfærslu á þeirri hugmynd að eftirsókn eftir gulli og völdum hafi ógurlegar afleiðingar. „Bræður munu berjast og að bönum verða, munu systrungar sifjum spilla, hart er í heimi, hórdómur mikill, skeggöld, skálmöld, skildir eru klofnir, vindöld, vargöld, áður veröld steypist mun engi maður öðrum þyrma“, hvort sem er í goðheimi eða mannheimi.
Eftir ragnarök rís jörðin upp í annað sinn, betri en fyrr. Í Völuspá segir að þá muni ósánir akrar vaxa og böl mun batna. Æsir koma aftur saman eftir ragnarök og finna gulltöflur í grasi sem þeir höfðu átt. Ný kynslóð manna vex upp á ný af þeim Líf og Leifþrasi sem lifa ragnarök af. Eins kemur dóttir sólarinnar í stað móður sinnar.

http://visindavefur.hi.is/svar.php?id=29207



No comments:

Post a Comment